Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

8. mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Allir dagar eru reyndar að mínu mati baráttudagar kvenna. Það er bara þannig, heimurinn er þannig, allavega ennþá. Endalaust skal feðraveldið búa til ramma utan um konur, hið kvenlega og hvernig konur eiga að vera, hugsa, gera og segja. Eða ekki gera og ekki segja...
Það er svo löngu komið nóg af þessari stjórnun, launakúgun og úreltu hugmyndum. Konur í dag standa nefnilega sterkari sem aldrei fyrr vegna endalausrar baráttu fyrir jafnrétti og vera á móti þöggun.
Síðan ég var krakki hef ég verið femínisti án þess endilega að hafa skilgreint það. Ég var ekki gömul þegar ég fattaði að ég átti að haga mér og hafa ekki svona hátt og passa mig á að segja ekki alltaf það sem mér fannst því það gæti verið óþægilegt fyrir hina. Ég hef varið miklum tíma í að fara yfir þetta í huganum og kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta er kjaftæði. Ég er í eðli mínu hávær, orkumikil og hvatvís. Það hefur oft komið mér í vandræði og ég hef gert mistök eðllilega, en ég mun samt áfram segja það sem mér finnst og gera það sem mér sýnist. Því ég er manneskja og manneskjur eru allskonar, segja allskonar og gera allskonar.
Konur eru sterkar, duglegar, samviskusamar, elskandi og skapandi fái þær að blómstra. Konur geta auðvitað líka verið erfiðar, grimmar, frekar og óþolandi því þær eru nefnilega manneskjur og stundum er það sem þarf til að ná árangri. Þessir eignleikar eru bara kallaðir annað þegar karlmenn eiga í hlut...
Konur eiga ekki að þegja. Konur eiga ekki að taka minna pláss. Fari það í rass og rófu.
-
-
ÁFRAM KONUR UM ALLAN HEIM Í ÖLLUM LITUM OG AF ÖLLUM GERÐUM! 
❤
 

Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published