artless er fjögurra ára - Jibbí

Artless er fjögurra ára - það sem tíminn líður!

Tímamót eru alltaf skemmtileg og gott að líta yfir farinn veg og hugsa aðeins um hvað hefur gengið vel og hvað mætti betur fara. Það hvetur mig áfram í skapandi vinnu, klára verkin og setja ramma utan um það sem ég geri að halda úti vefsíðunni og ég ætla að hafa opið svo lengi sem það færir mér gleði og innblástur.

Grafísk hönnun hefur verið í aðalhlutverki hér á síðunni síðustu tvö árin  en ég hef líka verið að vinna ýmisleg önnur verkefni og lagt stúdíóið og heimilið undir þegar mest gengur á.

2019 þegar ég flutti aftur til Egilsstaða eftir tuttugu og tveggja ára fjarveru  bráðvantaði mig ljós í stofuna en var ekki tilbúin að eyða fullt af pening í ljós á þeim tímapunkti. Það endaði með því að ég "hnýtti" yfir ljósagrindurnar sem fyrir voru í stofunni með gömlu uppistöðugarni og hör þráðum. Það kom svo bara ljómandi vel út og síðan þá hef ég verið að leika mér að "uppvinna" lampaskerma sem ég hef svo gefið vinum og vandamönnum. En svo finnst mér bara alltaf svo gaman að vinna með þræði og textíl að þetta varð að smá áráttu. Ég leita eftir lampaskermum alsstaðar og sanka að mér öllum fallegum þráðum sem ég finn. Svo nú eru til nokkrir aukaskermar sem munu fara í sölu á vefsíðunni seinna í vikunni.

 

 

Hjá mér virkar það þannig að bestu hugmyndirnar fæðast oftast þegar ég er að vinna og er í flæði. Svo það eru nokkrar hugmyndir komnar í hugmyndabókina fínu sem Þórhildur vinkona mín gaf mér fyrir nokkrum árum. Sjáum hvað verður til úr því.

Haustið er uppáhalds árstíminn minn. Það er einhver orka og bjartsýni í haustinu. 

Ég óska ykkur öllum gleðilegs og skapandi hausts.

Heiðdís Halla

 

LINKUR Á LAMPASKERMA

Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published