Bjór Bjór Jólabjór
artless fékk það verkefni á dögunum að hanna miða á bjóra fyrir hið frábæra KHB Brugghús á Borgarfirði eystra.
Nöfn KHB bjóranna vísa í þjóðsagnapersónur svæðisins í kringum Borgarfjörð.
Óvætturinn Naddi bjó í Njarvíkurskriðum.
Steinbúi var dvergálfur sem flúði inn í Stórastein og lofaði að koma ekki aftur.
Gellivör var tröllskessa sem hélt til í Staðarfjalli og át menn.
Borghildur er að sjálfsögðu drottning íslenskra álfa og býr í sjálfri Álfaborginni.
Innblásturinn að stíl teiknuðu myndanna á miðunum kemur frá blýants- og pennateiknuðum þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar. Litavalið á miðunum er sótt í fjöll og flóru Borgarfjarðar.
Jóla Naddi er sá fyrsti sem kemur á markað:
Mynd: bjorland.is
Hlökkum til að sýna ykkur hina bjórana sem eru væntanlegir á markað fljótlega.
Jóla Naddi er seldur hjá Bjórlandi