HönnunarMars 2021 frammundan

HönnunarMars  verður haldinn dagana 19.-23. maí næstkomandi og er spennan farin að magnast. Þrátt fyriri heimsfaraldur, fjöldatakmarkanir og önnur leiðindi verður hægt að fara um, kynna sér og skoða flotta íslenska hönnun víðsvegar um Reykjavík. Það er hægt að fara að leyfa sér að hlakka til!

Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars segir: HönnunarMars er 12 ára hátíð sem fæddist í miðju hruni og hefur frá upphafi verið boðberi bjartsýni, nýsköpunar og nýrra leiða. Hátíðin mun halda áfram að koma inn með krafti, veita innblástur og gleði ásamt að varpa ljósi þann kraumandi skapandi kraft sem hönnunarsamfélagið hér á landi hefur að geyma. Við vitum hvorki hvað framtíðin ber í skauti sér né hvernig hátíðarhald verður en ljóst er að alltaf verður þörf á samtalinu. Því ber okkur skylda að halda ótrauð áfram.
Það eru bjartari tímar fram undan, HönnunarMars 2021 verður með nýju sniði í takt við nýja tíma.“

Þegar litið er yfir dagsrkánna verður fljótt ljóst að margt verður hægt að skoða og kynna sér marga flotta viðburði og sýningar.

Artless verður ekki með viðburð á hátíðinni í ár en ætlar að taka þátt í sýningunni Hvað er að ske? með 30 öðrum félagskonunum Grapíku Íslandica. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á hvað konur í grafískri hönnun eru að gera? Hver helstu hugðarefni  þeirra eru og hvað það er sem veitir þeim innblástur? 

 

Kíkið við á sýningu Grapíku Íslandicu sem verður í Austurhöfn. 

 

Sjáumst á HönnunarMars!

 

Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published