2022 var gott ár hjá artless

Gleðilegt nýtt ár!

Nú rennur upp nýtt ár með nýjum markmiðum, áskorunum og verkefnum. Síðasta ár gekk sérstaklega vel hjá artless þar sem vekrefnin voru fjölbreytt og gefandi.

Sérstaklega gaman var að vinna að súkkulaðiumbúðum fyrir Hring í nánu samstarfi við Ingólf og  Önnu Mörtu  hjá Inan ehf.

Anna Marta  Instagam / Facebook / annamarta.is

Hringur er alveg hrikalega gott súkkulaði! Mæli 100% með og er geggjuð gjöf!

Hringur fæst m.a. í Hagkaup og verður fáanlegur í fleiri verslunum fljótlega.

 


Áframhaldandi samstaf með Nielsen restaurant,  Blábjörg resort og KHB brugghús var skemmtilegt og gaman að sjá verkefni þróast áfram.

artless vann líka við Bókaumbrot fyrir Króniku, hannaði Lundaplakat í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson og tók ýmis önnur minni sérverkefni.

 

Keramik og lampagerð eru svo ný áhugamál sem eru farin að taka smá pláss...meira um það síðar. Þrjú ný plaköt bættust við og 6. útgáfan af skipulagsdagatali artless kom út og er að seljast upp.

Markmiðið fyrir 2023 er að taka færri sérverkefni, veita vefversluninni meiri athygli og einbeita mér að eigin hönnun.

Takk kærlega fyrir árið, samstarfið og stuðninginn.

Heiðdís Halla

 

Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published