OPNUNARVIKAN VAR ÆÐI
Gleðilegan mánudag,
Nú er fyrsta vika a r t l e s s liðin undir lok og við erum í skýjunum með móttökurnar. Allt hefur verið að ganga vel, við erum enn að læra á allt systemið og skráningarnar og stefnan er að veita alltaf 100% þjónustu.
Í síðustu viku gátum við sent af stað nokkur verk sem við áttum til á lager og núna í vikunni munu forpantanirnar fara af stað í póst. Við höfum fengið góð viðbrögð við því sem komið er á áfangastað & hlökkum til að geta farið að senda frá okkur forpantanirnar.
Við elskum að fá myndir af því hvernig þið setjið verkin ykkar upp og endilega taggið a r t l e s s ef þið setjið myndir á Instagram eða Facebook.
Það er gaman hversu mikill áhugi er fyrir álmyndunum. Þær eru reyndar rosa flottar á vegg. Við stefnum ótrauð áfram í að vera með meira úrval þar á næstu misserum.
Nýjar vörur munu bætast við á næstu vikum svo endilega fylgist með!
Áhugasöm, endilega skráið ykkur á póstlistann fyrir fréttabréf a r t l e s s einu sinni í mánuði.
Takk fyrir okkur fyrstu vikuna <3