SILKIPRENT - Passaður línurnar

Grafískar konur eða femínísk grafík... 

Það þarf að passa línurnar í grafík, en þarf kona að passa línurnar?  Það má ekki lita út fyrir... er það?

Plakatið bara VARÐ að vera silkiprentað!

Í vikunni fengum við send silkiprentuð eintök af Passaðu línurnar plakatinu. Það voru snillingarnir í Farva sem prentuðu verkið fyrir okkur og við erum hæstánægð með útkomuna!

Silkiprent er um þúsund ára gömul kínversk prenttækni sem dregur nafn sitt af silkinu sem notað var í prentrammana. Í dag er hefur polyester efni leyst silkið af hólmi.  Stensilkvoða er sett í rammann, grafík prentuð á glæru og rammi lýstur með útfjólubláu ljósi með glæruna á milli. Kvoðan er ljósnæm og herðist við útfjólublátt ljós. Farvi silkiprentar í höndum með umhverfisvænum og vatnsblandanlegum prentlitum án PVC plastefna og þalíns.

 

Hér má sjá örstutt skemmtileg vídjó sem sýna hvernig plakatið er prentað:

 

Það þarfnast nákvæmni og þolinmæði að silkiprenta í höndunum. Það þarf allt að hitta á réttan stað, liturinn þarf að blandast rétt og vera nokkuð jafn svo myndin komi rétt út. Það sem okkur finnst skemmtilegast við silkiprentið er þessi handgerði fílingur, með svigrúm fyrir smá hniki, smá litamun, smá varíasjón. Það hittir kanski ekki alltaf 100% á línuna en hvert eintak er þá líka einstakt.


Prentuð voru 50 eintök og hvert þeirra er áritað og númerað. 


Ef þú ert glögg/glöggur geturðu séð smá mun á plakötunum sem ég fletti hér :
 

 

Ef þig langar í eitt einstakt eintak þá geturðu pantað það hér og fengið það sent beint heim að dyrum.

 

Góða helgi og lifi listin, fjölbreytileikinn og feminisminn

 

Skildu eftir skilaboð

Please note, comments must be approved before they are published