F R É T T I R
-
KOMDU FAGNANDI 2024
Skipulagsdagatal artless 2024 er komið í vefverslun. Í þetta sinn erum við að vinna með óvæntar litasamsetninga og form. Hressandi.
Verum skipulögð & skapandi á komandi ári!
-
Instagramleikur artless
Átt þú artless skipulagsdagatal?
Dregið var í Instagramleik artless í dag.
5 eintök eftir í vefverslun artless.is
-
Skipulagsdagatal artless - The Saga -
2016, þegar ég var í skólanum að læra grafíska hönnun þá ákvað ég að búa til skipulagsdagatal handa systur minni í jólagjöf. Markmiðið var að það YRÐI AÐ VERA SMART og að hægt væri að skrifa inn á dagsetninga-boxin og hafa svo smá aukapláss fyrir minnisatriði, lista eða kveðjur....
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá:
Útskrift úr grafískri hönnun, stofnun hönnunarfyirtækisins DUO. með Kristínu Önnu. Þáttaka á Hönunarmars, Framkvæmdarstjórn Handverkshátíðar í Eyjafirði, vinnuferð til Svíþjóðar, þáttaka í 5 listasýningum, hönnun á diski fyrir Hátíðarkvöldverð í Hörpunni og opnun artless.is vefverslunar...
Að starfa sem sjálfstætt starfandi hönnuður getur oft verið drullu erfitt og það krefst þess að maður reyni stöðugt að stækka þægindarammann sinn. En er það aldrei leiðinlegt!
Komdu fagnandi 2021!