F R É T T I R
-
-
HAUSTKVÖLD Á HÉRAÐI - vinnustofa artless opin
Fimmtudaginn 14. október verður vinnustofa artless opin gestum og gangandi frá 18:00 til 22:00.
Í boði verður vinnustofukynning, tilboð á vinsælum vörum og kósý.
Verið hjartanlega velkomin.
-
Helmingsblanda af heimsborgara og sveitatúttu
Mér fannst enska orðið artless ná vel utan um vörumerkið og hönnun mína. Artless þýðir í raun; "laus við tilgerð", "einfalt", "náttúrulegt" en það getur líka þýtt "laust við list "og mér finnst það kallast skemmtilega á við að ég vinn flest mín verk í tölvu.
-
Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum?
"Viðhorfin til fjalla bera vitni um þróun og stöðuga mótsagnakennd. Þau eru ýmist fögur eða ljót, merkileg eða ómerkileg. Við speglum okkur í fjöllum. Við yfirfærum okkur sjálf á fjöllin. Finnum til smæðar eða mikilleika þegar við stöndum frammi fyrir þeim. Flest dáumst við að fjöllum í öruggri fjarlægð, höfum mynd af fjalli á stofuveggnum og eignum okkur jafnvel fjall sem fylgir okkur allt lífið. Fjall sem hefur breytt okkur og við berum í maganum. Hjá mörgum tilheyrir þetta sama fjall æskustöðvunum eða þorpinu sem þurfti að yfirgefa. Margir ánetjast fjöllum og fá ekki nóg af því að ganga upp á toppinn. Hvað sem því líður þá virðast fjöllin vera uppspretta háleitrar upphafningar og lotningar."
-
Instagramleikur artless
Átt þú artless skipulagsdagatal?
Dregið var í Instagramleik artless í dag.
5 eintök eftir í vefverslun artless.is
-
Skipulagsdagatal artless - The Saga -
2016, þegar ég var í skólanum að læra grafíska hönnun þá ákvað ég að búa til skipulagsdagatal handa systur minni í jólagjöf. Markmiðið var að það YRÐI AÐ VERA SMART og að hægt væri að skrifa inn á dagsetninga-boxin og hafa svo smá aukapláss fyrir minnisatriði, lista eða kveðjur....
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá:
Útskrift úr grafískri hönnun, stofnun hönnunarfyirtækisins DUO. með Kristínu Önnu. Þáttaka á Hönunarmars, Framkvæmdarstjórn Handverkshátíðar í Eyjafirði, vinnuferð til Svíþjóðar, þáttaka í 5 listasýningum, hönnun á diski fyrir Hátíðarkvöldverð í Hörpunni og opnun artless.is vefverslunar...
Að starfa sem sjálfstætt starfandi hönnuður getur oft verið drullu erfitt og það krefst þess að maður reyni stöðugt að stækka þægindarammann sinn. En er það aldrei leiðinlegt!
Komdu fagnandi 2021!