F R É T T I R
-
-
HAUSTKVÖLD Á HÉRAÐI - vinnustofa artless opin
Fimmtudaginn 14. október verður vinnustofa artless opin gestum og gangandi frá 18:00 til 22:00.
Í boði verður vinnustofukynning, tilboð á vinsælum vörum og kósý.
Verið hjartanlega velkomin.
-
Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum?
"Viðhorfin til fjalla bera vitni um þróun og stöðuga mótsagnakennd. Þau eru ýmist fögur eða ljót, merkileg eða ómerkileg. Við speglum okkur í fjöllum. Við yfirfærum okkur sjálf á fjöllin. Finnum til smæðar eða mikilleika þegar við stöndum frammi fyrir þeim. Flest dáumst við að fjöllum í öruggri fjarlægð, höfum mynd af fjalli á stofuveggnum og eignum okkur jafnvel fjall sem fylgir okkur allt lífið. Fjall sem hefur breytt okkur og við berum í maganum. Hjá mörgum tilheyrir þetta sama fjall æskustöðvunum eða þorpinu sem þurfti að yfirgefa. Margir ánetjast fjöllum og fá ekki nóg af því að ganga upp á toppinn. Hvað sem því líður þá virðast fjöllin vera uppspretta háleitrar upphafningar og lotningar."
-
artless.is tekur þátt í Singles Day á Heimpopup.is
Eitthvað fyrir þig?
artless tekur þátt í Singles Day 11. nóv á heimapopup. isÍ boði verður 20% afsláttur af plakötum og dagatölum!Tilvalið að nýta sér tilboðin þegar líður að jólum. -
SILKIPRENT - Passaður línurnar
Grafískar konur eða femínísk grafík...Það þarf að passa línurnar í grafík, en þarf kona að passa línurnar? Það má ekki lita út fyrir... er það?
Plakatið bara VARÐ að vera silkiprentað!
-
OPNUNARVIKAN VAR ÆÐI
Nú er fyrsta vika a r t l e s s liðin undir lok og við erum í skýjunum með móttökurnar. Allt hefur verið að ganga vel, við erum enn að læra á allt systemið og skráningarnar og stefnan er að veita alltaf 100% þjónustu.