F R É T T I R
-
artless er fjögurra ára - Jibbí
Artless er fjögurra ára - það sem tíminn líður!
Tímamót eru alltaf skemmtileg og gott að líta yfir farinn veg og hugsa aðeins um hvað hefur gengið vel og hvað mætti betur fara.
-
2022 var gott ár hjá artless
Gleðilegt nýtt ár!
Nú rennur upp nýtt ár með nýjum markmiðum, áskorunum og verkefnum. Síðasta ár gekk sérstaklega vel hjá artless þar sem vekrefnin voru fjölbreytt og gefandi.
Markmiðið fyrir 2023 er að taka færri sérverkefni, veita vefversluninni meiri athygli og einbeita mér að eigin hönnun.
Takk fyrir 2022!
-
Skúlptúr, listahátíð, bók & súkkulaði
Sumarið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt og artless á ferð og flugi! -
-
Bjór Bjór Jólabjór
artless fékk það verkefni á dögunum að hanna miða á bjóra fyrir hið frábæra KHB Brugghús á Borgarfirði eystra.
Nöfn KHB bjóranna vísa í þjóðsagnapersónur svæðisins í kringum Borgarfjörð.
-
HAUSTKVÖLD Á HÉRAÐI - vinnustofa artless opin
Fimmtudaginn 14. október verður vinnustofa artless opin gestum og gangandi frá 18:00 til 22:00.
Í boði verður vinnustofukynning, tilboð á vinsælum vörum og kósý.
Verið hjartanlega velkomin.
-
Íslenskur Landi & Gin
Borgarfjörður Eystri er með fallegri stöðum á landinu. Þar starfar margt kraftmikið og skapandi fólk. Hjónin Auður Vala og Helgi sem reka Blábjörg Guesthouse og KHB Brugghús eru að framleiða íslenskan Landa og Gin sem er alveg ótrúlega gott!
Ég fékk þann heiður að hanna miðana fyrir KHB Brugghús á flöskurnar og auðvitað voru það fjöllin í firðinum fagra sem veittu mér innblástur...
-
Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum?
"Viðhorfin til fjalla bera vitni um þróun og stöðuga mótsagnakennd. Þau eru ýmist fögur eða ljót, merkileg eða ómerkileg. Við speglum okkur í fjöllum. Við yfirfærum okkur sjálf á fjöllin. Finnum til smæðar eða mikilleika þegar við stöndum frammi fyrir þeim. Flest dáumst við að fjöllum í öruggri fjarlægð, höfum mynd af fjalli á stofuveggnum og eignum okkur jafnvel fjall sem fylgir okkur allt lífið. Fjall sem hefur breytt okkur og við berum í maganum. Hjá mörgum tilheyrir þetta sama fjall æskustöðvunum eða þorpinu sem þurfti að yfirgefa. Margir ánetjast fjöllum og fá ekki nóg af því að ganga upp á toppinn. Hvað sem því líður þá virðast fjöllin vera uppspretta háleitrar upphafningar og lotningar."
-
Skipulagsdagatal artless - The Saga -
2016, þegar ég var í skólanum að læra grafíska hönnun þá ákvað ég að búa til skipulagsdagatal handa systur minni í jólagjöf. Markmiðið var að það YRÐI AÐ VERA SMART og að hægt væri að skrifa inn á dagsetninga-boxin og hafa svo smá aukapláss fyrir minnisatriði, lista eða kveðjur....
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá:
Útskrift úr grafískri hönnun, stofnun hönnunarfyirtækisins DUO. með Kristínu Önnu. Þáttaka á Hönunarmars, Framkvæmdarstjórn Handverkshátíðar í Eyjafirði, vinnuferð til Svíþjóðar, þáttaka í 5 listasýningum, hönnun á diski fyrir Hátíðarkvöldverð í Hörpunni og opnun artless.is vefverslunar...
Að starfa sem sjálfstætt starfandi hönnuður getur oft verið drullu erfitt og það krefst þess að maður reyni stöðugt að stækka þægindarammann sinn. En er það aldrei leiðinlegt!
Komdu fagnandi 2021!
-
artless.is tekur þátt í Singles Day á Heimpopup.is
Eitthvað fyrir þig?
artless tekur þátt í Singles Day 11. nóv á heimapopup. isÍ boði verður 20% afsláttur af plakötum og dagatölum!Tilvalið að nýta sér tilboðin þegar líður að jólum. -
SILKIPRENT - Passaður línurnar
Grafískar konur eða femínísk grafík...Það þarf að passa línurnar í grafík, en þarf kona að passa línurnar? Það má ekki lita út fyrir... er það?
Plakatið bara VARÐ að vera silkiprentað!
- Síða 1 af 2
- Næsta síða