F R É T T I R
-
-
2022 var gott ár hjá artless
Gleðilegt nýtt ár!
Nú rennur upp nýtt ár með nýjum markmiðum, áskorunum og verkefnum. Síðasta ár gekk sérstaklega vel hjá artless þar sem vekrefnin voru fjölbreytt og gefandi.
Markmiðið fyrir 2023 er að taka færri sérverkefni, veita vefversluninni meiri athygli og einbeita mér að eigin hönnun.
Takk fyrir 2022!
-
Af hverju heilla fjöllin okkur upp úr skónum?
"Viðhorfin til fjalla bera vitni um þróun og stöðuga mótsagnakennd. Þau eru ýmist fögur eða ljót, merkileg eða ómerkileg. Við speglum okkur í fjöllum. Við yfirfærum okkur sjálf á fjöllin. Finnum til smæðar eða mikilleika þegar við stöndum frammi fyrir þeim. Flest dáumst við að fjöllum í öruggri fjarlægð, höfum mynd af fjalli á stofuveggnum og eignum okkur jafnvel fjall sem fylgir okkur allt lífið. Fjall sem hefur breytt okkur og við berum í maganum. Hjá mörgum tilheyrir þetta sama fjall æskustöðvunum eða þorpinu sem þurfti að yfirgefa. Margir ánetjast fjöllum og fá ekki nóg af því að ganga upp á toppinn. Hvað sem því líður þá virðast fjöllin vera uppspretta háleitrar upphafningar og lotningar."
-
artless.is tekur þátt í Singles Day á Heimpopup.is
Eitthvað fyrir þig?
artless tekur þátt í Singles Day 11. nóv á heimapopup. isÍ boði verður 20% afsláttur af plakötum og dagatölum!Tilvalið að nýta sér tilboðin þegar líður að jólum. -
SILKIPRENT - Passaður línurnar
Grafískar konur eða femínísk grafík...Það þarf að passa línurnar í grafík, en þarf kona að passa línurnar? Það má ekki lita út fyrir... er það?
Plakatið bara VARÐ að vera silkiprentað!
-
OPNUNARVIKAN VAR ÆÐI
Nú er fyrsta vika a r t l e s s liðin undir lok og við erum í skýjunum með móttökurnar. Allt hefur verið að ganga vel, við erum enn að læra á allt systemið og skráningarnar og stefnan er að veita alltaf 100% þjónustu.